2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

„Skemmtanalífið er farið að kikka inn“

Skyldulesning

Lögreglan á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur.

Lögreglan á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fann vel fyrir skemmtanalífinu í nótt, samkvæmt færslu á Facebook. Alls fór slökkviliðið í 117 sjúkraflutninga, þar af 62 á næturvaktinni.

„Greinilegt að skemmtanalífið er farið að kikka inn hjá okkur,“ segir í færslu slökkviliðsins.

Öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt fyrir um mánuði síðan. Hefur skemmtanalífið því verið án sóttvarnatakmarkana upp frá því.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynnt hafi verið um tvær líkamsárásir í miðbænum í nótt og þá var sömuleiðis tilkynnt um einstakling sem hrækt hafði á dyravörð.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir