-2 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Skemmtilegasta myndin fær verðlaun í kvöld

Skyldulesning

Fjölskyldubingó mbl.is verður haldið í sjötta sinn í kvöld klukkan 19:00. Þar færa þau Siggi Gunnars og Eva Ruza fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu.

Söngvarinn Auður mætir sem gestur og ætlar að syngja fyrir þátttakendur í þetta skiptið.

Auður er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir.

Auður er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir.

Eggert Jóhannesson

Myllumerkið #mblbingo var tekið i notkun fyrir tveimur vikum og hvetja bingóstjórarnir fólk til þess að deila skemmtilegum myndum af þátttöku sinni á Instagram.

Til mikils að vinna í sérstökum myndaleik

Allir þeir sem deila myndum í kvöld og merkja þær myllumerkinu geta átt von á sérstökum glaðning en Siggi Gunnars mun velja skemmtilegustu myndina í kvöld og fær sigurvegarinn Samsung Galaxy Buds Live, þráðlaus heyrnartól að andvirði 39.995 krónur. Það er því til mikils að vinna og hvetjum við alla þátttakendur til þess að taka þátt í myndaleiknum.

„Ég er mjög spenntur fyrir myndaleiknum og ég hlakka til þess að fá að sjá hverjir það eru sem eru hinu megin við myndavélina að taka þátt í bingóinu með mér,“ segir Siggi Gunnars bingóstjóri.

Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á  bingo@mbl.is. Tryggðu þér bingóspjald á sérstökum bingóvef mbl.is með því að smella hér.

Innlendar Fréttir