0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Skíðasvæðið opnað í desember

Skyldulesning

Starfsfólk Hlíðarfjalls á Akureyri er byrjað að undirbúa opnun skíðasvæðisins. Stefnt er að því að opna svæðið 17. desember, en mikill undirbúningur hefur átt sér stað undanfarna daga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar. 

Búið er að hlaða snjóbyssurnar og eru þær tilbúnar til notkunar um leið og aðstæður leyfa. Þá er vinna við nýja stólalyftu á lokametrum og einungis eftir ákveðnar öryggisprófanir á búnaðinum í samráði við framleiðanda. 

Óvissa ríkir um hvernig ástandið verður vegna faraldursins og hvenær hægt verður að opna svæðið en Samtök skíðasvæða á Íslandi hafa óskað eftir upplýsingum um tilhögun á starfsemi skíðasvæða næstu mánuði. Vonast er til þess að þau mál skýrist á næstu vikum.

Innlendar Fréttir