3 C
Grindavik
16. janúar, 2021

Skilar minnisblaði í dag eða á morgun

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun skila Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að nýjum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í dag eða á morgun.

Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til miðnættis 9. desember og því ljóst að ný reglugerð tekur gildi á miðnætti 10. desember.

„Það hefur verið þannig, frá því í febrúar, að ég segi ekkert í hverju þær felast fyrr en ráðherra er búinn að fá þær og fjalla um þær,“ segir Þórólfur þegar hann er spurður í hverju tillögurnar gætu falist og hvort von væri á einhverjum tilslökunum.

Einungis fjögur smit greindust í fyrradag og hafa þau ekki verið færri í tvær vikur. Þórólfur segir tölur helgarinnar góðar en þó beri að hafa í huga að yfirleitt eru færri sýni tekin um helgar.

„Það er líka ábending um að við þurfum að halda áfram þessari góðu vinnu. Við höfum ekki ástæðu til að slaka á, heldur þurfum við að viðhalda þessum góða árangri. Annars missum við þetta aftur út úr höndunum,“ segir Þórólfur.

Innlendar Fréttir