7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Skilar tugum milljarða

Skyldulesning

Álver Rio Tinto í Straumsvík.

Ætla má að hækkun álverðs hafi aukið tekjur íslensku álveranna um ríflega 70 milljarða króna í fyrra. Þá hafa hækkanir undanfarið aukið tekjurnar en álverð hefur hækkað um 500 dali frá því í desember.

Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, segir orkukreppu í Kína og Evrópu hafa dregið úr framleiðslu á áli. Af þeim sökum séu íslensku álverin undir þrýstingi að auka framleiðsluna. Vegna skerðinga á raforku sé hins vegar útlit fyrir að framleiðsla álveranna muni dragast saman í ár.

Kemur á óheppilegum tíma

„Skerðingar Landsvirkjunar eru nauðsynlegar og skiljanlegar en koma á óheppilegum tíma fyrir orkusækinn iðnað á Íslandi og orkufyrirtækin. Það er ekki auðveld staða fyrir álverin á Íslandi að vera að framleiða minna en þau ætluðu að gera. Það er hart sótt á sölusamninga vegna skorts og tjón vegna skerðinganna er því miður töluvert,“ segir Páll um stöðuna á markaði.

Íslensku álverin framleiddu samanlagt um 800 þúsund tonn í fyrra.

Nánar má lesa um málið í ViðskiptaMogganum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir