-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

Skilaréttur ríkari á netinu

Skyldulesning

Ríkari skilaréttur ef verslað er á netinu.

„Nú er það þannig að það eru engin lög sem gilda um skilarétt á ógallaðri vöru. Búðir geta í rauninni sett sér reglur sjálfar.“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Hann bendir þó á viðmiðunarreglur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000. Verslunum er þó ekki skylt að fylgja þeim.  

Segir Breki það góða viðskiptavenju, og þá sérstaklega um þessar mundir, að veita fólki skilarétt á vörum sem eru keyptar til gjafa svo fólk viti að viðtakandi geti skipt þeim út fyrir aðra vöru. Til að mynda ef viðtakandi fær tvö eintök af sömu bók eða föt sem ekki passa. 

Alltaf 14 daga skilaréttur á netinu

Hins vegar, bendir Breki á, að ef keypt er á netinu sé alltaf 14 daga skilaréttur, og jafnvel þó varan sé sótt í verslun. „Þá skiptir engu hvort að varan sé gölluð eða ógölluð.“ Réttur neytandans er því ríkari séu jólagjafainnkaupin gerð á netinu.  

Það myndast gjarnar miklar raðir þegar vörum er skilað eftir jól. Í ljósi Covid-19 og þeirra samkomutakmarkana og fjarlægðarreglna sem gilda um þessar mundir hafa Neytendasamtökin beint þeim tilmælum til Samtaka verslunar og þjónustu að verslanir rýmki þennan skilafrest. 

Innlendar Fréttir