Skilur að hann vilji upplifa drauminn en ætti að passa sig á Barcelona – DV

0
67

Brasilíska goðsögnin Rivaldo varar landa sinn Roberto Firmino við því að ganga í raðir Barcelona í sumar.

Firmino er á förum frá Liverpool á frjálsri sölu í sumar og eru taldar góðar líkur á að hann endi á Spáni.

Rivaldo lék sjálfur með Barcelona á sínum tíma en Firmino er 31 árs gamall og gæti verið í basli með að festa sig í sessi á Nou Camp.

Rivaldo er ekki viss um að Firmino muni fá reglulega að spila hjá Barcelona og þarf fyrst og fremst að hugsa um eigin mínútur.

,,Hann vill feta í fótspor Brasilíumanna sem hafa spilað fyrir Barcelona og ég held að hann væri þar að upplifa drauminn,“ sagði Rivaldo.

,,Ég er hins vegar á því máli að hann þyrfti að finna út hvaða hlutverk hann myndi spila í liðinu.“

Enski boltinn á 433 er í boði