7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Skipherra sendur í leyfi vegna áreitni

Skyldulesning

Heimildir fréttastofunnar herma að um sé að ræða skipherra á varðskipinu Tý.

mbl.is/Árni Sæberg

Skipherra á varðskipi Landhelgisgæslunnar hefur verið settur í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni og eru samskipti um borð í skipinu nú til rannsóknar. Rúv. greinir frá.

Þar segir að tildrög rannsóknarinnar séu ábendingar er bárust stjórnendum Landhelgisgæslunnar um helgina vegna gruns um kynferðislega áreitni. 

Heimildir Rúv. herma þá að það sé skipherra varðskipsins Týs sem kominn er í leyfi en þolendur í málinu séu tvær ungar konur í áhöfn skipsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir