6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Skipstjóri ákærður vegna dauða 34 um borð í bandarísku skemmtiskipi

Skyldulesning

Skipstjóri skemmtibátsins Conception hefur verið ákærður vegna dauða 34 farþega hans undan ströndum Kaliforníu í fyrra. Hann er sakaður um 34 manndráp og gæti tæknilega séð verið dæmdur í 340 ára fangelsi.

Eldur kom upp í skipinu snemma morguns í byrjun september í fyrra og voru allir sofandi um borð.

39 manns voru um borð í skipinu og var að mestu um að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Sex manns sem voru í áhöfn skipsins og sváfu flestir þeirra ofan þilja. Þegar eldurinn kom upp stukku fimm þeirra frá borði og voru í raun þau einu sem komust af.

Jerry Nehl Boylan, skipstjórinn, var meðal þeirra.

Farþegarnir 33 sváfu í stóru rými neðan þilja með eingöngu einn þröngan stiga sem útgönguleið. Enginn þeirra komst út og talið er að þau hafi dáið vegna reykeitrunar. Auk þeirra dó einn úr áhöfninni sem svaf einnig í sama rými.

Þessi mynd frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum sýnir hvernig skipið leit út eftir brunann.AP/NTSB

Áhafnarmeðlimirnir sögðu rannsakendum að eldurinn hefði verið of mikill til að bjarga fólki úr farþegarýminu.

Hinn 67 ára gamli Boylan er sakaður um að hafa valdið dauða þeirra 34 sem dóu með vanrækslu sinni. Hann hafi til að mynda ekki verið með næturvörð og ekki haldið brunaæfingar og annars konar þjálfun fyrir áhöfn sína eins og lög segja til um, samkvæmt frétt Reuters.

Sérfræðingar telja að eldurinn hafi kviknað á svæði þar sem farþegar skipsins voru að hlaða síma sína en ekki hefur verið staðfest að það hafi valdið eldinum, samkvæmt frétt BBC.

Hér að neðan má sjá tvær sjónvarpsfréttir frá því í fyrra. Sú fyrri er frá CBS og má þar heyra samskipti áhafnar við björgunaraðila. Í hinni frá CNN var tekið viðtal við Ken Kurtis, eigands Conception.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir