10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Skiptast á skógjöfum til að hlífa veskinu – „Minnkum um leið sóun og spreð“

Skyldulesning

Vinkonurnar Brynhildur S. Björnsdóttir og Björt Ólafsdóttir stofnuðu facebook-hópinn Gefins skó- og jólagjafir  sem hvetur fólk til þess að skiptast á heillegum barnagjöfum í skóinn og undir tréið.


„Veskið er þunnt hjá mörgum fyrir þessi jól og svo blöskrar okkur líka bara sóunina hjá okkur, sem á sér stað fyrir hver jól. Við hljótum að geta létt undir með hvort öðru fyrir jólin og minnkað kolefnissporin um leið,“ segir Brynhildur aðspurð um síðuna.

Hún bendir á að það sé tilvalið að taka til hendinni og fækka um leið hlutum í kringum sig. „Erfitt ár að baki fyrir marga og jólin á næsta leiti. Margir að hreinsa til í barnaherbergjunum og finna þar gamlar gersemar sem enginn leikur sér með lengur.“ Strax hafa 170 manns gengið í hópinn og er fólk byrjað að bjóða fram fallega hluti á borð við bækur, púsl og liti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir