2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Skiptum lokið í þrotabúi Teatime – 17 milljónir fengust upp í lýstar kröfur

Skyldulesning

Skiptum er lokið í þrotabúi íslenskatæknifyrirtækisins Teatime ehf. Félagið var stofnað árið 2017 af Þorsteini B. Friðrikssyni og öðrum frumkvöðlum sem stóðu að fyrirtækinu Plain Vanilla sem af meðal annars út spurningaleikinn QuizUp. Teatime var fjármagnað af alþjóðlegum fjárfestum sem lögðu til um hálfan milljarð í hlutfé. Alls gaf fyrirtækið út þrjá leiki en flaggskip fyrirtækisins var spurningaleikurinn Trivia Royal sem öðlaðist talsverðar vinsældir á sínum tíma. Tekjurnar af leiknum stóðu þó ekki undir rekstrinum.

Reksturinn gekk þó ekki upp og var félagið úrskurðað gjaldþrota þann 31. mars í fyrra. Á annan tug starfsmanna starfaði hjá félaginu á þeim tíma en þeim hafði verið sagt upp nokkru áður eftir að frekar tilraunir stjórnenda til að fá fjármagn inn í félagið báru ekki árangur.

Í Lögbirtingablaðinu í dag er tilkynnt um að skiptum sé lokið í félaginu Alls voru lýstar kröfur um 87 milljónir króna en alls greiddust rúmlega 17 milljónir króna upp í þær.

Þorsteinn stofnaði Plain Vanilla sem gaf út vinsæla snjallsímaleikinn QuizUp. Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Í byrjun árs var greint frá því að Þorsteinn hefði í samstarfi við aðra frumkvöðla stofnaði tölvuleikjafyrirtækið Rocky Road sem hefur fengið fjármögnun upp á um 326 milljónir bandaríkja dagala frá  vísisjóðunum Crowberry Capital og Sisu Game Ventures.

Fyrirtækið vinnur að gerð ný fjölspilunarleiks fyrir farsíma með áherslu á einfaldleika og skemmtanagildi fyrir stærri markhóp á heimsvísu.

Stofnendur Rocky Road eru auk Þorsteins, Vala Halldórsdóttir og Sveinn Davíðsson sem öll unnu saman hjá sprotafyrirtækinu Plain Vanilla sem Þorsteinn stofnaði og þróaði spurningaleikinn QuizUp. Hann var með yfir 100 milljónir notenda um tíma.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir