5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Skiptust á sigrum á síðustu leiktíð (myndskeið)

Skyldulesning

Englandsmeistarar Liverpool unnu tólf úrvalsdeildarleiki í röð í fyrsta sinn frá stofnun deildarinnar 1992 er þeir lögðu Arsenal að velli, 3:1, á Anfield í september 2019.

Joel Matip kom heimamönnum á bragðið áður en Mohamed Salah skoraði tvö mörk í seinni hálfleik í leik þar sem Liverpool sýndi það sem koma skyldi. Félagið frá Bítlaborginni átti eftir að enda 30 ára eyðimerkurgöngu sína og verða Englandsmeistari vorið 2020.

Þegar Liverpool mætti á Emirates-leikvanginn síðar á leiktíðinni var liðið þegar búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Leikmenn Arsenal stóðu því heiðursvörð fyrir gestina í upphafi leiks. Sadio Mané kom svo Liverpool í forystu snemma leiks áður en Alexandre Lacazette jafnaði metin. Reiss Nelson skoraði svo sigurmark Arsenal en leikirnir tveir eru rifjaðir upp í spilaranum hér að ofan.

Arsenal tek­ur á móti Li­verpool í ensku úr­vals­deild­inni á laug­ar­dag­inn en leikurinn hefst klukk­an 19 og verður í beinni út­send­ingu á Sím­an­um Sport. Upp­hit­un hefst hálf­tíma fyrr og leik­ur­inn verður jafn­framt í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir