8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Skipverjarnir fóru í sýnatöku í dag

Skyldulesning

Taurus Confidence er í álvershöfninni við Mjóeyri.

Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Skipverjarnir átján sem eru enn um borð í súrálsskipinu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði fóru í sýnatöku í dag til að meta sem best stöðuna varðandi framhaldið. Niðurstöðu er að vænta með kvöldinu eða í fyrramálið.

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi nýverið.

Gera má ráð fyrir að skipið geti siglt á ný um eða eftir helgi ef allt gengur að óskum, að því er kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Austurlandi.

Tíu úr áhöfninni reyndust smitaðir af kórónuveirunni er skipið kom til Reyðarfjarðar frá Brasilíu í síðasta mánuðí.  

Vonir standa einnig til að þeir sem komu með Norrænu fyrir hálfum mánuði og þurftu að fara í einangrun vegna smits verði útskrifaðir innan tíðar.

„Ástandið í fjórðungi drekans telst því nokkuð gott þrátt fyrir allt. Öll teljast smitin til landamærasmita en ekki samfélags. Þau fundust í tíma og eru einangruð eins og hægt er. Hætta er því hverfandi á dreifingu þeirra,“ segir lögreglan sem hvetur fólk til að halda áfram að gæta sín á kórónuveirunni.

Innlendar Fréttir