10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Skírði barnið ekki í höfuðið á Messi og Ronaldo en fáir trúa því

Skyldulesning

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eiga sér nýjan nafna en samt ekki ef þú spyrð föðurinn sjálfan sem spilar með þýska liðinu Bayer Leverkusen.

Leikmaður Bayer Leverkusen hefur vakið nokkra athygli fyrir nafnið sem hann gaf barninu sínu ekki síst þar sem hann fullyrðir að það hafi ekki neitt með tvo bestu leikmenn heims að gera.

Leon Bailey ákvað að skíra barnið sitt „Leo Cristiano“ en hann þvertekur fyrir það að það hafi eitthvað með þá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo að gera.

Bild ræddi við leikmanninn um nafngiftina og komst að því að nafn stráksins tengdist ljóni en ekki Lionel Messi sem og það að Cristiano sé fallegt nafn sem passaði vel við hitt.

„Þetta hefur ekkert með fótbolta að gera heldur aðeins með mig og mitt nafn. Leo er styttri útgáfa af mínu nafni. Leo þýðir ljón. Ég er ljón,“ sagði Leon Bailey við Bild.

Leon Bailey, sem er landsliðsmaður Jamaíku, hefur spilað vel á þessu tímabili í þýsku deildinni og er kominn með fimm mörk í ellefu leikjum. Hann hafði líka ástæðu til að fagna þegar sonur hans kom í heiminn.

„Ég trúi því að sonur minn muni alast upp með hugarfar baráttumanns og leiðtoga. Cristiano er síðan fallegt nafn sem passar vel við Leo,“ sagði Bailey.

Bayer Leverkusen’in orta saha oyuncusu Leon Bailey, o luna „Leo Cristiano“ ismini koydu.

„Bunun Messi veya Ronaldo ile ilgisi yok. Leo, Leon’un k saltmas . Ve Leo bir aslan, ben de bir aslan m. Eminim o lum da aslan karakteriyle büyüyecek ve asla pes etmeyecek.“ (Bild) pic.twitter.com/0g6ZeghzaC

— FutbolArena (@futbolarena) November 29, 2020

„Að verða faðir í fyrsta sinn breytti mér á svo marga vegu sem persónu en ekki hvernig ég spila fótbolta. Hins vegar hvetur sonur minn mig til að leggja enn meira á mig,“ sagði Leon Bailey.

Leon Bailey og á barnið með Stephanie Hope en það kom í heiminn í júní. Við leyfum auðvitað Bailey að njóta vafans en ef næsta barn hans verður skírt „Diego Armando Pele“ þá getur hann ekki mótmælt umræðunni mikið lengur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir