4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Skítabix í bæjarstjórn Akureyrar.

Skyldulesning

2021 ssSamþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag að heimila SS Byggi að vinna að gerð breytinga á deiliskipulagi við Tónatröð til samræmis við hugmyndir sem fyrirtækið hefur lagt fram að uppbyggingu, í samráði við skipulagssvið og skipulagsráð. SS Byggir sótti um fimm lóðir við götuna og hefur kynnt hugmyndir um fimm há fjölbýlishús.

( akureyri.net)

Það er ekki oft sem ég skammast mín. Það gerðist þó í dag. Ég skammast mín að horfa á hræðileg vinnubrögð sex bæjarfulltrúa á Akureyri.

Þeir afhenda  verktakafyritæki veiðileyfi á eitt elsta hverfi bæjarins og heimila honum að leggja fram breytingar á deiliskipulagi þar sem gert var ráð fyrir einbýlishúsum.

Og það sem er það verulega vonda er að þetta er gert án útboðs og samkeppni um þessar lóðir. Ekki er langt síðan öðrum verktaka var hafnað, hann vildi fá þessar lóðir og fjölga íbúðum. Sagt að það hentaði ekki svæðinu og var hafnað. Formaður núverandi ráðs var í nefndinni sem hafnaði þessu á sínum tíma.

Hvað sem öðru líður, hér er smekkleysan í fyrirrúmi en það ömurlega er að sjá meira en hálfa bæjarstjórn á Akureyri viðhafa óvandaða stjórnsýslu sem í raun er þeim til skammar. Reyndar ætti að senda ráðuneyti sveitastjórnarmála þessa afgreiðslu til skoðunar.

Þetta mál á eftir að verða bæjaryfirvöldum erfitt. Bæjarbúar eru búnir að fá nóg af svona uppákomum og mér þætti það afar ólíkegt að þeim takist að þrýsta svona breytingum í gegn á þessum stað. 

Auðvitað verður kallað eftir íbúakosningu, fordæmið er komið og ekki verður hjá því komist nái þetta  mál það langt. 

Mér kom ekki á óvart hvernig sumir bæjarfulltrúar sem samþykktu þetta skítabix greiddu atkvæði. Það var aðeins einn þeirra sem kom mér á óvart. 

Sumir mun ef til vill velta fyrir sér hvort þessi ofurbæjarstjórn verði á sumar setjandi og taka upp á ný hefðbundinn meirihluta fólks með svipaða sýn. Tveir flokkar í bæjarstjórninni klofna í þessu máli.

Tillöguna samþykktu allir þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson (formaður skipulagsráðs) og Eva Hrund Einarsdóttir, Andri Teitsson, L-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, og Hlynur Jóhannsson, Miðflokki.

( akureyri.net )


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir