2 C
Grindavik
15. maí, 2021

Skjálftahrina við Eiturhól en gos ekki að hefjast

Skyldulesning

Í gær varð jarðskjálfti upp á 3,8 við Eiturhól á Mosfellsheiði. Hann fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn er hluti af hrinu sem hófst í fyrrinótt en flestir hafa þeir verið litlir og á miklu dýpi. Eldgos er því ekki að hefjast á svæðinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Hann sagði að virkni hafi verið við Eiturhól síðustu tvær vikur, þar hafi nokkur hundruð skjálftar orðið og ef málin séu skoðuð aftur til janúar sjáist að töluverð virkni hafi verið á svæðinu. „Það er samt pínu óalgengt að það séu svona margir í einu,“ sagði hann.

Hann sagði að ekkert bendi til að þessi skjálftavirkni tengist eldsumbrotunum í Geldingadölum. „Við fylgjumst vel með hvernig þetta þróast en það er alltaf óþægilegt að fá skjálfta upp á 3,8 sem fannst víða. Við sjáum til með framhaldið þó engin merki séu um gosóróa,“ sagði hann.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir