5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum

Skyldulesning

Innlent

Alls hafa um 1800 skjálftar mælst á svæðinu við Fagradalsfjall í dag.
Alls hafa um 1800 skjálftar mælst á svæðinu við Fagradalsfjall í dag.
Veðurstofa Ísland

Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa tilkynningar borist um að skjálftinn hafi fundist á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarfjörð.

Í dag hafa alls 1800 skjálftar mælst á Reykjanesskaga, þar af voru sjö þeirra yfir þremur að stærð. Virknin í dag hefur að mestu verið bundin við Fagradalsfjall og í kvöld hafa flestir skjálftar verið staðsettir við norðaustanvert fjallið.


Tengdar fréttir


Bæjarstjóri Grindavíkur segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. Margir hafi ekki fengið nætursvefn svo dögum skipti og biðlar hann til hóteleigenda að bjóða Grindvíkingum hagstæð tilboð svo þeir komist burt.


Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram.


Sérfræðingur  hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi  þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir