2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Skoða að breyta þjónustu Strætó einhliða

Skyldulesning

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Þorsteinn

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir í skoðun að Reykjavíkurborg taki einhliða ákvörðun, óháð öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, um að taka til baka skerðingar á vissum leiðum Strætó innan borgarinnar, en fyrirtækið kynnti fyrr í mánuðinum í tvígang skerðingu á þjónustu.

Dagur segir í samtali við mbl.is að hann hafi óskað eftir kostnaðarmati á því hvað það myndi kosta að draga skerðingaráformin til baka. „Að lykilbreytingar gengju til baka innan Reykjavíkur og hvað það myndi kosta að taka upp næturstrætó til að bregðast við stöðunni á leigubílamarkaði.“

„Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfðu væntingar um að ríkið myndi standa betur með Strætó út af covid. Við vitum að vandi Strætó er ekki vegna þess að þjónustan sé óvinsæl eða fólk vilji ekki nota Strætó heldur eru þetta eftirhreytur af covid og þess rekstrargats,“ segir Dagur og bætir við að sveitarfélögin hafi haft góð orð um það frá ríkinu að fjármunir kæmu þaðan. Raunin hefði verið að um 120 milljónir kæmu frá ríkinu. „En það er ekki nándar upp í gatið,“ segir Dagur. Gatið stefndi í að verða um 900 milljónir að sögn Dags, en varð minna þar sem stjórnin ákvað að grípa til aðgerðanna.

Að hans sögn hans er hlutur Reykjavíkurborgar um 60-65% af rekstri Strætó, en það er hærra hlutfall en í öðrum samlagsfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Helgast það af því að notendafjölda, stofnleiðum og fleiru sem sveitarfélögin hafi viljað hafa.

Strætó tilkynnti um þjónustuskerðingu í tvígang fyrr í mánuðinum.

Strætó tilkynnti um þjónustuskerðingu í tvígang fyrr í mánuðinum. mbl.is/Hari

Hann segir tíðindin af skerðingunum mjög slæm. „Það er ekki gott að fá bakslag í þjónustu almenningssamgangna. Almenningur þarf að geta treyst þeim og að þær séu góðar til framtíðar,“ segir hann.

„Í þessu tilviki erum við að skoða hvort að við gætum í ákveðnum tilvikum tekið einhliða ákvörðun um að bæta þjónustu eða taka skerðingu til baka á vissum leiðum innan Reykjavíkur jafnvel þótt önnur sveitarfélög kæmu ekki með,“ segir hann við mbl.is.

Dagur segir að kostnaðarmatið eigi að liggja fyrir fljótlega eftir páska, en hann útilokar ekki að önnur sveitarfélög fylgi fordæmi Reykjavíkurborgar, „en þau samtöl hafa ekki farið fram.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir