4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Skoða þarf há iðgjöld hér á landi

Skyldulesning

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

mbl.is/Sigurður Bogi

„Það þarf að skoða hvernig þetta má vera. Það þarf að finna leiðir til að lækka gjöldin og átta sig á því hvers vegna tryggingar eru svona miklu dýrari hér en á hinum Norðurlöndunum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. 

Í nýjum samanburði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) kemur fram að ökutækjatryggingar hér á landi séu allt að tvöfalt dýrari en í hinum norrænu ríkjunum. Þá segir enn fremur í niðurstöðum FÍB að engar eðlilegar skýringar búi þar að baki. 

Bregðast verður við minni tjónatíðni

Aðspurður segir Breki að það myndi breyti ansi miklu fyrir marga ef bifreiðatryggingar yrðu lækkaðar. „Þetta er náttúrulega gífurlegur munur og það myndi muna miklu fyrir neytendur ef tryggingar væru á pari við það sem gerist á Norðurlöndunum. Það þyrfti að bera sama inn- og útgreiðslu tryggingafélaganna af óháðum aðila.“

Ljóst er að í kjölfar faraldurs kórónuveiru er umtalsvert minni umferð en áður. Þá má ráðgera að það skili sér í færri tjónum. Sjóvá felldi niður felldi niður gjöld af bifreiðatryggingum í maímánuði, en hin félögin hafa ekki brugðist við minni tjónatíðni. 

Breki segir að neytendur eigi að njóta þess ef minna er um tjón. „Mér finnst sjálfsagt að neytendur njóti þess ef minna er um tjón og útgreiðslu. Það er hægt að gera það með afslætti, endurgreiðslum eða hvernig sem er.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir