4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Skoðar hvort heimila eigi íþróttir

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

„Allar takmarkanir eru til skoðunar í afléttingu. Það kemur allt til greina þannig. Það er ekki búið að klára það mál og við erum bara að fylgjast með,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, spurður hvort til greina komi að heimila íþróttir fullorðinna að nýju. 

Að hans sögn verða upphaflegar tillögur til heilbrigðisráðherra endurskoðaðar, en ljóst er að leggja átti til smávægilegar tilslakanir á ákveðnum sviðum. Svo verður hins vegar ekki. Þá segist Þórólfur ekki vilja tjá sig um útfærslu á einstaka tillögum. 

Hann segir þó að ýmsar útfærslur hafi verið skoðaðar hvað ákveðna hluta samfélagsins varðar. Spurður hvort til greina komi að opna sundlaugar sérstaklega fyrir eldra fólk segir Þórólfur að verið sé að velta upp mörgum hugmyndum. 

„Það er náttúrulega ýmislegt sem menn hafa verið að skoða. Ég veit ekki hvernig framkvæmdin á því væri. Við erum með smit hjá eldra fólki líka. Öll hópamyndun, af hvaða tagi sem er, eykur líkur á smiti.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir