Skoðar það að hætta – Hefur þá þénað 82 milljónir á viku í fimm ár – DV

0
44

Eden Hazard íhugar það alvarlega að hætta í fótbolta þegar samningur hans við Real Madrid rennur út eftir rúmt ár.

Hazard sem þénar 82 milljónir á viku og hefur gert frá árinu 2019 er í engu hlutverki hjá Real.

Hazard hefur aðeins spilað rúmar 300 mínútur á þessu tímabili en hann hefur aldrei fundið taktinn hjá Madrid.

Hazard er 32 ára gamall en hann er sáttur með feril sinn samkvæmt fréttum og skoðar það að hætta þegar samningurinn á Spáni er á enda.

Hazard er þó klár í að skoða tilboð frá Bandaríkjunum ef þau eru spennandi.