0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Skoraði fljótasta mark sögunnar í ítölsku deildinni

Skyldulesning

Rafael Leao skoraði fyrsta mark AC Milan í 1-2 sigri á Sassuolo í ítölsku deildinni í dag. Markið er það fljótasta sem hefur verið skorað í ítölsku deildinni. Leao kom boltanum í netið sex sekúndum eftir að leikurinn var flautaður á.

Fyrra met átti Paolo Poggi sem skoraði fyrir Piacenza gegn Fiorentina eftir 8,9 sekúndna leik árið 2001.

Mark Rafael Leao slær metið um fljótasta markið í ensku úrvalsdeildinni. Það met á Shane Long. Hann skoraði fyrir Southampton gegn Watford eftir 7,69 sekúndur í apríl 2019.

Innlendar Fréttir