7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst

Skyldulesning

Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands ætti að fara fram á næsta kjörtímabili skoska þingsins sem hefst á næsta ári. Þetta segir Nicola Sturgeon leiðtogi skosku heimastjórnarinnar sem segist ætla að berjast fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.

Í samtali við BBC sagði Sturgeon, sem er leiðtogi Skoska þjóðernisflokksins, að það sé „fjöldi ástæðna fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram á fyrri helmingi næsta kjörtímabils“.

Ef kosið verður á nýjan leik um sjálfstæði Skotlands og skotar samþykkja að segja skilið við Bretland þá verður það stærsta áfall Bretlands síðan Írar fengu sjálfstæði fyrir einni öld.

Yfirlýsing Sturgeon kemur á sama tíma og ríkisstjórn Boris Johnson glímir við mikla óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr ESB. Sturgeon hefur margoft lýst því yfir að meirihluti Skota styðji aðild að ESB og að þeir séu dregnir út úr ESB gegn vilja sínum. Í þessu samhengi hefur hún vísað til þess að í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna úr ESB 2016 greiddu 62% Skota atkvæði gegn útgöngu.

Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði 2014 en þá studdu 55% áframhaldandi veru í Bretlandi en 45% vildu sjálfstæði. En óhætt er að segja að Brexit og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi styrkt sjálfstæðiskröfur Skota.

BBC segir að niðurstöður síðustu 14 skoðanakannana hafi sýnt að meirihluti Skota styðji sjálfstæði.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir