5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Skotinn til bana í Sundsvall

Skyldulesning

35 ára karlmaður var skotinn til bana í Sundsvall í Svíþjóð í gærkvöldi. Lögreglunni var tilkynnt um að særður maður hefði fundist um klukkan 20 í Skönsberg, sem er hverfi í bænum.. Maðurinn var strax fluttur á sjúkrahús en síðar um kvöldið tilkynnti lögreglan að hann væri látinn.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni tengist málið undirheimunum.

Lögreglan telur að maðurinn hafi verið skotinn utanhúss og að um stakan atburð sé að ræða sem tengist undirheimunum og að engin hætta sé á ferðum fyrir almenning.

Vettvangsrannsókn hefur staðið yfir í alla nótt og rætt hefur verið við fjölda vitna.

Innlendar Fréttir