8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Skotmark Liverpool á óskalista Chelsea

Skyldulesning

David Alaba er eftirsóttur í Evrópu.

David Alaba er eftirsóttur í Evrópu.

AFP

David Alaba, varnarmaður knattspyrnuliðs Bayern München á Spáni, er eftirsóttur þessa dagana en hann mun yfirgefa þýska félagið þegar samningur hans í Þýskalandi rennur út.

Sportsmail greinir frá því að Chelsea hafi mikinn áhuga á að semja við leikmanninn sem er 28 ára gamall en hann hefur leikið með Bayern München allan sinn feril.

Alaba getur spilað sem miðvörður, bakvörður og miðjumaður en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarna mánuði.

Þá eru Real Madrid og Barcelona einnig sögð áhugasöm um austurríska landsliðsfyrirliðann sem á að baki 401 leik fyrir Bayern þar sem hann hefur skorað 32 mörk.

Þá greina fjölmiðlar frá því að Alaba vilji fá vel borgað á Stamford Bridge og Chelsea þarf því að gera hann að einum launahæsta leikmanni liðsins til þess að semja við hann.

Alaba hefur byrjað átta leiki í þýsku 1. deildinni á tímabilinu en hann hefur verið fastamaður í liði Bæjara undanfarinn áratug.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir