5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Skriðan var komin upp að glugga

Skyldulesning

Þessa mynd tók Diljá af aurskriðunni fyrir utan gluggann hjá …

Þessa mynd tók Diljá af aurskriðunni fyrir utan gluggann hjá sér.

Ljósmynd/Aðsend

Diljá Jónsdóttir sem býr í Botnahlíð á Seyðisfirði telur að önnur aurskriðan sem féll á svæðinu fyrr í dag hafi fyrst lent á húsinu hennar. Áður en hún yfirgaf húsið var skriðan komin upp að glugga hjá henni.

Hún segir þetta hafa gerst um hálfþrjúleytið. Hún og maðurinn hennar hringdu í lögregluna, sem mætti skömmu síðar á staðinn. Eftir það tók hún með sér tölvur, föt og köttinn og leitaði skjóls á hótelinu Öldunni sem þau hjónin reka.

Maðurinn hennar varð eftir í húsinu og ætlaði að negla þar fyrir glugga til að halda aurskriðunni í burtu. 

Flestir fóru til ættingja

Að sögn lögreglunnar á Austurlandi búa tugir í húsunum í Botnahlíð, sem voru rýmd fyrr í dag vegna aurskriðunnar. Sú gata er efst í bænum. Flestir fóru af sjálfsdáðum til ættingja annars staðar í bænum sem búa á öruggum svæðum.

Innlendar Fréttir