5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Skrípaleikur í hérðasdómi.

Skyldulesning

Það er vanvirðing við þjóðina að réttarhald í máli þeirra sem una ekki dvölinni á sóttkvíarhótelinu skuli vera lokað.

Eins og það sé eitthvað mál í gangi eða vafi um lögmæti sóttvarna þjóðarinnar.

Slíkt er ólíðandi með öllu, og vekur uppi grunsemdir um sjálfstæði dómsstóla þjóðarinnar, að armur sérhagsmunanna nái í vasa dómara.

Réttarhaldið á að vera opið, og það á að taka þann tíma sem tekur dómara að lesa upp dómsorðið.

„Máli vísað frá“.

Annað er óeðli á tímum farsóttar, að dómsstólar telji sig umkomna að segja til um sóttvarnir þjóðarinnar.

Þannig  séð er Héraðsdómur Reykjavíkur þegar fallinn á prófinu.

En á meðan beðið er eftir að leikritinu linni, þá er hollt og gott að borða páskaegg, og lesa vísdómsorð Gunnars Heiðarsonar sem má finna í nýjum pistli hans á Moggablogginu í dag.

Langar að vitna í hluta þeirra;

„Réttur fólks til að tjá sig er auðvitað óumdeildur. Fjölmiðlar ættu hins vegar að gæta þess að flytja mál beggja aðila, líka þeirra sem telja ekki nægjanlega langt gengið. Sumir þingmenn hafa farið mikinn og einstaka lögfræðingar bakka þá upp, í frasanum um að um lögbrot sé að ræða, jafnvel brot á stjórnarskrá. Þegar heimsfaraldur geisar ber sóttvarnalækni að leiðbeina stjórnvöldum um varnir landsins, til að lágmarka smit hér innanlands. Stjórnvöldum ber eftir bestu getu að verja landsmenn. Til þess eru sóttvarnarlög. Nú þekki ég ekki þann lagabálk til hlítar, en til að hann virki hlýtur hann að vera ansi sterkur og jafnvel fara á svig við önnur lög landsins. Þá hljóta sóttvarnarlög að vera sterkari. Annars væri lítið gagn af þeim.

Réttur landsmanna til að veirunni sé haldið utan landsteinanna eftir bestu getu er að engu gerður hjá þeim sem taka hanskann upp fyrir þeim sem telja sóttvarnir óþarfar, eða of miklar. Sá réttur, bæði lagalegur og stjórnarskrárlegur, hlýtur að vega meira en þeirra sem velja að ferðast um heiminn á tímum heimsfaraldrar. Þeir sem velja slík ferðalög eiga að gjalda fyrir, ekki hinir sem heima sitja og halda allar þær takmarkanir sem settar eru.“.

Sóttvarnarlög eru gagnslaus ef keyptir lögfræðingar í vinnu hjá þröngum sérhagsmunum telja sig geta hártogað þau, hvað þá ef dómsstólar leggjast svo lágt að eyða tíma í þær hártoganir.

Eftir farsóttina má ræða þau, slípa til, læra af reynslunni.

En ekki þegar allt er undir að þau virki eins og ætlast er til.

Þess vegna er skrípaleikur í gangi í héraðsdómi í dag.

Honum þarf að linna.

Lögfræðingar eiga ekki, mega ekki komast upp með að halda þjóðinni í gíslingu á dauðans alvöru tímum.

Slíka úrkynjun lifir engin þjóð af.

Vonandi skynjar héraðsdómur sinn vitjunartíma.

Kveðja að austan.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir