7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Skúr frá 1960 bjargaði líklega húsi nágrannans

Skyldulesning

Skriða féll á húsið Breiðablik á Seyðisfirði í nótt og …

Skriða féll á húsið Breiðablik á Seyðisfirði í nótt og flutti það 50 metra.

mbl.is/Eggert

Sandra Mjöll Jónsdóttir, sem býr við hlið Breiðabliks á Seyðisfirði, hússins sem aurskriða hreif með sér í nótt, segir að bílskúrinn hennar hafi líklega bjargað húsi hennar frá því að lenda í skriðunni.

„Þetta er skúr sem var byggður um 1960, lítur ekki út fyrir að vera mikið en vísaði skriðunni fram hjá okkur. Alla vega enn sem komið er. Við gátum ekki farið nær húsinu þar sem þetta er á hættusvæði,“ segir Sandra.

Sandra Mjöll og fjölskylda hennar voru ekki heima þegar atvikið átti sér stað enda höfðu þau rýmt heimili sitt fyrir þremur dögum síðan, þegar hættustigi vegna skriðufalla var lýst yfir. 

„Við fluttum til vinkonu okkar en síðan var hún líka komin á hættusvæði svo við máttum ekki sofa fjallsmegin í húsinu. Þannig að það voru bara allar dýnur dregnar fram,“ segir Sandra. 

Ferðaðist frá Austurvegi niður á Hafnargötu

Það hlýtur að hafa verið áfall að frétta af því að húsið við hliðina á ykkar húsi hefði lent í þessu? 

„Já, við erum búin að sjá þetta. Húsið er eiginlega bara komið frá Austurveginum niður á Hafnargötu. Það er bara brotið einhvern veginn saman. Skúrinn okkar, þessi eðalskúr sem er held ég búinn að bjarga okkur fram að þessum tíma, það er að öllum líkindum hrunið inn í hann.“

Konan sem á Breiðablik býr erlendis en er á leiðinni til Íslands.

„Hún var búin að hækka húsið, byggði kjallara undir það og bjó til nýjan inngang. Hann fylltist víst í gær og þeir voru að tala um að brjóta rúðu til þess að létta álagið á húsið,“ segir Sandra. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir