-2 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Skynsamleg ákvörðun

Skyldulesning

Ég held að það sé skynsamleg ákvörðun að hafa bólusetningu bæði val- og gjaldfrjálsa.

Ég held að slík barátta vinnist aðeins með fræðslu og uppýsingum, valdboð yrði málinu ekki til framdráttar.

Ég held sömuleiðis að það sé ekki góð hugmynd að „skilyrða“ einhverja þjónustu við borgarana, eða önnur réttindi þeirra við bólusetningu.

Eins og gildir í svo mörgum öðrum málum, tel ég að best sé að byggja á fræðslu, ekki lagasetningum eða bönnum (í þessu tilfelli skyldu).

Einstaklingar fá þannig að taka upplýsta ákvörðun.

Það er langt í frá að vera óeðlilegt að um bólusetningu sem þessa séu að einhverju marki skiptar skoðanir, rétt eins og lesa má í þessari frétt mbl.is: „Segir ekki tímabært að bólusetja í Þýskalandi.“

Öðru hvoru við áramótin má líklega búast við niðurstöðum frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna og Lyfjastofnun Evrópusambandsins.

Neyðardreifing gæti þó verið leyfð fyrr. 

Eðlilega er mikið horft til þessara stóru stofnana og verður fróðlegt að heyra um niðurstöður þeirra.

Það er sömuleiðis líklega að margir muni fylgjast með fréttum frá Bretlandi á næstu dögum og vikum, en bólusetning þar hefst í dag (þriðjudag).


Innlendar Fréttir