Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson birti sláandi myndband á TikTok í gærkvöldi sem sýnir skemmdirnar í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð.
Fyrst má sjá myndskeið sem var tekið upp klukkan fjögur á föstudeginum. Næsta myndskeið var tekið upp í hádegi á mánudeginum.
@magnus_johann #islenskt #þjóðhátíð #fyrirþig ♬ Return To Innocence – Enigma Myndbandið hefur vakið mikla athygli og hefur fengið yfir 68 þúsundir áhorfa.
„Greyið náttúran,“ segir einn.
„Það er allveg komin timi að taka þetta í gegn og gera þetta svo fólk geti setið í brekkunni . sleppa við svona drull,“ segir annar.