Sláandi uppljóstranir í réttarhöldunum yfir barnamorðingjanum Lucy Letby – Skráði bæði fæðingardag og dánardag myrtu barnanna í dagbók sína – DV

0
95

Lucy Letby, hinn 32 ára hjúkrunarfræðingur sem ákærð er fyrir að hafa myrt sjö nýbura, skrifaði upphafsstafi þeirra barna sem hún myrti, eða reyndi að myrða, í dagbók sem fannst á heimili hennar.

Öll börnin voru fyrirburar og á því á sérstakri deild þeim ætluðum.

Við réttarhöldin í gær voru birtar síður úr dagbók Letby frá árinu 2016

Voru upphafsstafirnir skrifaðir inn á þeim dögum sem viðkomandi barn fæddist, það dó eða hún gerði tilraun til að myrða það.

Letby er nú fyrir rétti í Manchester í Bretlandi en morðin voru framin á Countess of Chester sjúkrahúsinu á sléttu ári, frá júní 2015 til júní 2016.

Auk þeirra sjö barna sem Letby myrti, gerði hún tilraun til að myrða önnur tíu en alls er talið að hún hafi skaðað í það minnsta 21 barn.

Allir treystu hinni brosmildu Lucy. Brosmildi og hlýja

Letby var dáð af foreldrum fyrir brosmildi og hlýju.

Með því sem komið hefur í ljós í réttarhöldunum, er að Letby hafði frumkvæði að því að búa til borða fagnaðar í tilefni 100 daga afmæli fyrirbura sem í upphafi var ekki ætlað líf, enda aðeins 536 grömm við fæðingu.

Borðin var hengdur yfir rúm barnsins og fögnuðu bæði fjölskylda og starfsmenn með kökum og kaffi.

Sama dag reyndi hún að myrða barnið án árangurs. Hún gerði tvær tilraunir til viðbótar.

Telpan lifði en er með alvarlega heilalömun sem kallar á umönnun allan sólarhringinn alla hennar ævi.

Lucy og heimili hennar við húsleit. Myndaði látin börn

Hún gekk fast á eftir því að taka taka myndir af foreldrum með börn sín í fanginu. Sem foreldrum fannst fallega boðið. En þegar hún hreinlega krafðist þess að taka mynd af þeim með börn sín látin í fanginu leist þeim ekki á blikuna og fannst beiðnin óhugnanleg.

Sama móðir steig aftur í vitnastúku og var réttinum sýnt bréf sem Lucy sendi fjölskyldunni vegna láts barnsins.

Í því stóð;

„Þíns elskaða barns verður minnst með fjölda brosa. Það eru engin orð sem ná að lýsa þessum erfiða tíma,“ skrifaði Lucy.

„Það var sannkallaður heiður að fá að hugsa um fallega barnið ykkar og fá að kynnast fjölskyldunni – fjölskyldu sem ávallt setti barn sitt í fyrsta sæti og gerði allt sem í sínu valdi stóð fyrir hana.

Hún verð ávallt stór hluti lífs ykkar og við munum aldrei gleyma henni. Ég hugsa til ykkar í dag og alla daga,“ skrifaði Lucy Letby, morðingi barnsins, í bréfi til foreldranna.

Í bréfinu biðst hún einnig afsökunar á að gera því miður ekki verið viðstödd útför barnsins.

„Mér þykir afar leitt að geta ekki komið og kvatt en sendi ástarkveðjur. Lucy x,“ stóð í bréfinu.

Letby virðist hafa skráð allar sínar gjörðir niður nokkuð nákvæmlega í dagbækur. Hún notaði sérstaka liti eftir hvað var á dagskrá, til að mynda vikulegir tímar hennar í salsa, sem hún æfði af miklum móð, merktir með rauðu.

Ekki kom fram hvaða litur var notaður til að skrá niður dauða barns.

Það fannst mikð magn af skrifum í svefnherbergið Lucy. DREPIÐ MIG

Við húsleit fannst fjöldi handskrifaðra blaða. Á einu stóð stórum stöfum „DREPIÐ MIG“ og þar fyrir neðan:

„Ég veit ekki hvort að ég myrti þau. Kannski gerði ég það. Kannski er þetta allt mér að kenna.”

Áður hafði rétturinn séð önnur handskrifuð blöð sem fundust í svefnherbergi Letby. Þar segist hún meðal annars hafa drepið börnin því hún væri ekki nógu góð til að hugsa um þau.

Hún skrifaði á annað blað að hún hefði ekkert gert rangt, það væru engar sannanir gegn henni og hún hefði enga ástæðu til að fara í felur. Á þeim tíma var enn ekki búið að handtaka Letby.

Á enn eitt blaðið hafði Letby skrifað; „Ég er skelfilega vond manneskja,“ og „Ég er vond, ég gerði þetta.“

Meðal þess sem fannst í einu af tveimur svefnherbergjum í íbúð Letby var pappírstætari, sem verður að teljast sérstakur staður fyrir slíkan grip. Hvað þar fór í gegn veit enginn fyrir víst, aðeins fundust leyfar af banka- og kreditkortaupplýsingum.

Það fundust enn fleiri handskrifuð blöð í skrifborði Letby á sjúkrahúsinu.

Lucy grét í fyrsta skipti í dómssal þegar birtust myndir af svefnherbergi hennar. ,,Dreifðu gleði hvert sem þú ferð”

Á eitt þeirra hafði hún ritað nöfn samstarfsfélaga sinna og sett við fjölda hjarta. Fyrir neðan stóð: „Ég elskaði þig/ykkur en það var ekki nóg.“

Einnig segir.  „Ég get þetta ekki lengur. Ég vil lifa lífinu eins og það var. Ég vil vera hamingjusöm í vinnunni sem ég elska. En ég virðist hvergi eiga heima. Í augum þeirra sem þekkja mig er ég vandamál og lífið yrði öllum auðveldara en ég hyrfi.“

Letby grét þegar að sýndar voru myndir úr svefnherbegi hennar en þar á vegg er til dæmis plakat sem á stendur: ,,Dreifðu gleði hvert sem þú ferð.”

Réttarhöld yfir Lucy standa nú yfir en hún hefur lýst yfir sakleysi sínu.