5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Slæmt veður á gossvæðinu og biðja fólk að snúa við

Skyldulesning

Innlent

Margir hafa freistað þess að bera gosið augum, hvort sem það er að degi til eða að næturlagi. Spáin er þó slæm fyrir nóttina og biður lögregla fólk um að snúa við. 
Margir hafa freistað þess að bera gosið augum, hvort sem það er að degi til eða að næturlagi. Spáin er þó slæm fyrir nóttina og biður lögregla fólk um að snúa við. 
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til þeirra sem hyggjast ganga að gosstöðvunum í nótt að snúa við. Afar slæmt veður er á svæðinu og er spáð versnandi veðri í nótt.

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu lögreglunnar á Facebook nú í nótt. Fólk er beðið um að snúa við og halda aftur í bíla sína þar sem ástandið á svæðinu fari versnandi.

„Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það sé ekki samband þarna, einnig gerum við okkur grein fyrir því að fólk á leiðinni upp eftir er ekki að “hanga” í símanum. Við erum eingöngu og reyna að koma mikilvægum upplýsingum út í samfélagið,“ segir í stöðuuppfærslu lögreglunnar.

Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu yfir helgina og er ljóst að áhugi fólks er mikill. Þá hafa margir freistað þess að bera gosið augum að næturlagi en samkvæmt veðurspá er ekki ráðlagt að gera það í nótt. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir