4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Slagsmálahundar handteknir í Hlíðahverfi – Átök í Mosfellsbæ

Skyldulesning

Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru fjórir menn handteknir í Hlíðahverfi eftir að tilkynnt hafði verið um slagsmál. Þeir voru allir ölvaðir og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins en þeir eru grunaðir um líkamsárás. Einn þeirra var fluttur til aðhlynningar á Bráðadeild áður en hann var settur í fangaklefa. Hann hafði verið sleginn í andlitið með flösku eða glasi og þurfti að sauma nokkur spor í andlit hans.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi réðust þrír menn og ein kona á par og veittu þeim áverka. Árásaraðilar voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom. Þeir eru grunaðir um hótanir, eignaspjöll og rán auk líkamsárásar. Málið er í rannsókn.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi sást til manna fara inn í skúr við Ingólfstorg og stela skautum. Málið er í rannsókn.

Skömmu fyrir miðnætti var ökumaður handtekinn í Mosfellsbæ en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna/lyfja. Bifreiðin, sem hann ók, var með röng skráningarnúmer og ótryggð. Hald var lagt á skráningarnúmerin og maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra voru einnig staðnir að ítrekuðum akstri sviptir ökuréttindum og sá þriðji að ítrekuðum akstri án gildra ökuréttinda.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir