6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Slapp ó­meiddur úr rosa­legum á­rekstri í For­múlu 1

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Formúla 1

Bíll Grosjean stóð í ljósum logum eftir að hafa farið af brautinni.
Bíll Grosjean stóð í ljósum logum eftir að hafa farið af brautinni.
Kamran Jebreili/Getty Images

Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrain fór ekki beint vel af stað en kviknaði í bíl Romain Grosjean strax á fyrsta hring er hann reyndi að koma sér í ákjósanlega stöðu.

Grosjean missti stjórn á bílnum í kjölfarið, þaut út af brautinni og klessti þar á. Bíll hans fór einfaldlega í tvennt og kviknaði í þeim hluta bílsins sem Grosjean sat fastur í. Um engan smá eld var að ræða en Haas-bíll Grosjean stóð í ljósum lögum í dágóða stund áður en náðist að ráða niðurlögum eldsins. 

Á einhvern ótrúlegan hátt slapp Grosjean ómeiddur úr eldhafinu. Svona þannig það er að segja, talið er að Grosjean sé með brotið rifbein en ótrúlegt þykir að ekki hafi farið verr.

STEINER: „Romain is doing okay, I don’t want to make a medical comment but he had light burns on his hands and ankles. Obviously he’s shaken… I want to thank the rescue crews who are very quick. The marshals and FIA people they did a great job, it was scary“#BahrainGP pic.twitter.com/lWbZd17ynw

— Formula 1 (@F1) November 29, 2020

Kappaksturinn var stöðvaður í kjölfarið og er hann ekki enn farinn af stað að nýju.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir