4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Slapp ótrúlega eftir að hafa stútað 35 milljóna króna bílnum sínum

Skyldulesning

Malang Sarr varnarmaður Chelsea slapp ótrúlega þegar hann klessukeyrði Mercedes Benz bifreið sína í vikunni.

Chelsea náði að klófesta Sarr síðasta haust en hann var beint lánaður til Porto og hefur átt fína spretti í Portúgal.

Sarr er 22 ára gamall en hann var á leið heim af æfingu hjá Porto þegar hann missti stjórn á 35 milljóna króna bílnum sínum.

Getty Images

Bíllinn er gjörónýtur eftir áreksturinn en Sarr klessti á vegg rétt utan vegar, hann slapp ótrúlega og er ekkert meiddur.

Sarr kom frítt til Chelsea síðasta haust en hann hafði áður spilað með Nice í Frakklandi, hann hefur heillað í Porto og er sagður eiga bjarta framtíð hjá Chelsea.

Bílinn má sjá hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir