3 C
Grindavik
7. maí, 2021

Slapp vel úr snjóflóði

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 29.3.2021
| 20:56
| Uppfært

21:27

Traðargil.

Traðargil.

Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Vestfjörðum var kölluð út í kvöld vegna snjóflóðs sem féll úr Traðargili við Búðarhyrnu í Hnífsdal. 

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að sjónarvottar hafi séð manneskju á ferð í gilinu og snjóflóðið síðan hrifið viðkomandi niður hlíðina. Var hjálparlið ræst út á hæsta forgangi.

Vel gekk að finna viðkomandi í flóðinu þar sem hann hafði verið með réttan útbúnað og náði að sprengja út snjóflóðabakpoka sem hann hafði á sér og flaut því efst á flóðinu.

„Aðilinn slapp vel frá þessum atburði en var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til læknisskoðunar með litla áverka,“ segir í tilkynningu. 

Lögreglan ítrekar þá hættu sem ferðafólki getur stafað af ferðum í fjalllendi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir