7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Sleppa leynivinaleik en styrkja UN Women

Skyldulesning

#jólatwinur er leynivinaleikur sem hefur verið haldin undanfarin jól á …

#jólatwinur er leynivinaleikur sem hefur verið haldin undanfarin jól á samfélagsmiðlinum Twitter.

AFP

Í ár hvetur forsprakki #jólatwinur fólk til þess að sleppa hefðinni og taka í staðinn þátt hópsöfnun fyrir UN Women. 

„Klukkan sex á aðfangadag verður tilkynnt um upphæðina sem okkur tekst að safna. Það verður jólagjöfin okkar til okkar,“ segir í tilkynningu #jólatwina á heimasíðu UN Women.

Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa af Covid-19 þótti forsprakka leiksins ekki tækt að hvetja fólk að senda og fá senda gjöf frá ókunnugum þar sem ekki væri hægt að tryggja sóttvarnir, enda geta smit borist með snertingu á hlutum.

Hjalti St. Kristjánsson sem átti hugmyndina að leiknum á sínum tíma og hefur stýrt honum bendir á að í stað þess að senda ókunnugu fólki gjafir sé hægt að styrkja þá sem mest þurfa á því að halda. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og því viðeigandi að benda á söfnunina en Covid-19 hefur valdið þungu bakslagi í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. 

Hvað er #jólatwinur?

#jólatwinur er leynivinaleikur sem hefur verið leikinn af notendum á samfélagsmiðlinum Twitter frá jólunum 2017. Hvaða notandi sem er hefur getað skráð sig í leikinn, reynt að komast að áhugamálum eða kynnast persónuleika síns leynivinar í gengum forritið og gefið svo gjöf í samræmi við það.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir