8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Slökkti eldinn með blautu viskustykki

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 16.12.2020
| 23:26

Slökkviliðið var kallað á vettvang klukkan 20 í kvöld.

Slökkviliðið var kallað á vettvang klukkan 20 í kvöld.

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um reyk í sameign í fjölbýlishúsi í Vesturbænum klukkan átta í kvöld.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu voru fyrstu tilkynningar um reykinn frekar krassandi og voru því allar stöðvar sendar á vettvang.

Þegar fyrsti varðstjóri mætti á staðinn kom í ljós minniháttar reykjarslæða. Eldur hafði kviknað í kertaskreytingu á borði í íbúð á annarri hæð og kona sem var ein í íbúðinni var búin að slökkva hann með blautu viskustykki þegar slökkviliðið kom á staðinn. Íbúðin var í framhaldinu reykræst.

Innlendar Fréttir