5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Slökkvi­lið kallað út vegna elds í hús­næði Grand þvottar á Akur­eyri

Skyldulesning

Innlent

Frá vettvangi í morgun. Freyjunes er að finna í norðanverðum bænum.
Frá vettvangi í morgun. Freyjunes er að finna í norðanverðum bænum.
Vísir/Tryggvi Páll

Slökkvilið á Akureyri var kallað út vegna elds í húsnæði Grand þvottar í Freyjunesi á Akureyri í morgun.

Ekki hefur náðst í slökkvilið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er mikill fjöldi viðbragðsaðila á staðnum.

Gatan Freyjunes er í norðanverðum bænum.

Uppfært 8:24: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akureyrar voru slökkviliðsmenn fljótir að ná tökum á eldinum og er nú unnið að reykræstingu. Öll vaktin hafi verið kölluð út, alls sex manns. Útkallið hafi komið klukkan 8:01. 

Uppfært 8:33: Fréttamaður Vísis er á staðnum og segir að svo virðist sem að ekki hafi verið um mikinn eld að ræða. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Vísir/Tryggvi Páll
Frá vettvangi brunans í morgun.Vísir/Tryggvi PállAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir