3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Slökkvilið kallað út vegna vatnsleka

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 23.1.2021
| 7:49

Slökkvilið höfuborgarsvæðisins var kallað út í morgun vegna leka á …

Slökkvilið höfuborgarsvæðisins var kallað út í morgun vegna leka á heitu vatni í fyrirtæki í Fellsmúla.

mbl.is/Árni Sæberg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan sjö í morgun vegna vatnsleka í fyrirtæki í Fellsmúla. Svo virðist vera sem hitarör fyrir hitablásara hafi gefið sig og hafði talsvert magn af heitu vatni lekið.

Samkvæmt vakthafandi slökkviliðsmanni var talsverð gufa á staðnum og um 2 cm vatn sem hafði farið yfir verslunina. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi við að dæla vatninu út.

Innlendar Fréttir