4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Smásaga um fót

Skyldulesning

  Bænastundin er að hefjast.  Bænahringurinn raðar sér í kringum stóra bænaborðið.  Óvænt haltrar ókunnugur gestur inn á gólf.  „Ég er með mislanga fætur,“ segir hann.  „Getið þið beðið fyrir kraftaverki um að þeir verði jafn langir?“

  „Ekki málið,“ svarar forstöðumaðurinn. „Leggstu á bakið hér ofan á borðið.  Við græjum þetta.“

Sá halti hlýðir.  Forstöðumaðurinn leiðir bæn. Svo sprettur hann á fætur og grípur um fót gestsins,  hristir hann kröftuglega og hrópar:  „Í Jesú-nafni skipa ég þér fótur að lengjast!“

  Þetta endurtekur hann nokkrum sinnum.  Að lokum hrópar hann sigri hrósandi:  „Ég fann fótinn lengjast!  Þú ert heill, félagi.“

  Hann hjálpar gestinum að renna sér niður af borðinu.  Þar fellur hann í gólfið en bröltir á fætur og fellur jafnharðan aftur í gólfið.  Það fýkur í hann.  Hann hrópar:  „Helvítis fúskarar!  Þið lengduð vitlausan fót!“

  Forstöðumaðurinn reiðist líka.  Hann hvæsir:  „Það má ekki á milli sjá hvor fóturinn er vitlausari.  Báðir snarvitlausir!“

  Hann grípur um axlir gestsins og dregur hann að útidyrunum.  Gesturinn er á fjórum fótum og spyrnir við.  Hann minnir á kind í réttum sem þráast við að vera dregin í dilk. 

  Forstöðumaðurinn nær að henda honum út á hlað.  Hann hrópar:  „Þakkirnar fyrir hjálp okkar eru ekkert nema vanþakklæti.  Nú er munurinn á fótunum sá sami og þykkt gangstéttarhellu.  Þú getur ólað hana á þig og gengið óhaltur.

  Gesturinn fylgir ráðinu.  Það reynist heillaráð. 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir