2 C
Grindavik
29. nóvember, 2020

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“

Skyldulesning

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist bíða eftir því að ungt fólk rísi upp gegn pólitískum rétttrúnaði, sem að hans mati tröllríður samfélaginu. Þetta kemur fram í færslu sem birtist á Facebook-síðu Brynjars í dag.

„Ég er alltaf að bíða eftir því að ungt fólk rísi almennilega upp gegn allri þessari pólitísku rétthugsun sem tröllríður samfélaginu og berjist fyrir raunverulegu frelsi í stað að sætta sig við að ríkisvaldið leiði okkur í gegnum lífið skref fyrir skref.“

Brynjar heldur því fram að pólitískur rétttrúnaður sé hættulegur hverju samfélagi. Hann segir að rétthugsun dragi þrótt úr einstaklingum og minnki samkeppnishæfni samfélags. Brynjar telur að pólitískur rétttrúnaður drepi kímnigáfu á meðan að kvíði og depurð taki yfir.

„Pólitísk rétthugsun er hættuleg hverju samfélagi eins og sagan hefur kennt okkur. Rétthugsunin dregur jafnt og þétt allan þrótt úr einstaklingnum og dregur úr samkeppnishæfni samfélagsins. Óhjákvæmilega fylgir ofstæki sem er skaðlegt fyrir lýðræðið og réttarríkið. Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt eins og merkja má á þessari færslu.“

Innlendar Fréttir