7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Smit hjá liði Guðjóns Vals

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Handbolti

Guðjón Valur Sigurðsson tók við þjálfun Gummersbach í sumar.
Guðjón Valur Sigurðsson tók við þjálfun Gummersbach í sumar.
getty/Marius Becker

Leikmaður þýska handboltaliðsins Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, hefur greinst með kórónuveiruna.

Fyrir vikið hefur næstu tveimur leikjum Gummersbach í þýsku B-deildinni verið frestað. Gummersbach átti að mæta Rimpar Wölfe í kvöld og Ferndorf á laugardaginn.

Í frétt á heimasíðu Gummersbach kemur fram að leikmaður liðsins hafi greinst með kórónuveiruna í morgun en sé einkennalaus.

Leikmenn Gummersbach eru komnir í sóttkví og bíða frekari leiðbeininga frá heilbrigðisyfirvöldum.

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson leikur með Gummersbach en hann kom til liðsins í sumar líkt og Guðjón Valur. Sá síðarnefndi lék áður með liðinu á árunum 2005-08. Þar lék hann m.a. undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Gummersbach hefur farið vel af stað á tímabilinu og er á toppi þýsku B-deildarinnar með tólf stig eftir sjö leiki. Elliði hefur leikið alla deildarleiki Gummersbach og skorað átján mörk.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir