6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Smit innan þríeykisins – Víðir með Covid-19

Skyldulesning

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og einn meðlimur í „þríeykinu“ hefur greinst með Covid-19. Þetta herma heimildarmenn DV og staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra það í samtali við blaðamann.

Líkt og Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn fór Víðir í sóttkví fyrir tveim dögum í annað sinn. Sagði þá að hann hafi farið í sýnatöku og niðurstaðan verið neikvæð. Kom þar jafnframt fram að aðrir í þríeykinu, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis og Alma Möller landlæknir hafi jafnframt farið í sýnatöku ásamt fleiri samstarfsmönnum Víðis og fengið neikvæða niðurstöðu. Í september þurfti Víðir að fara í sóttkví vegna smits sem greindist í einstaklingi sem hafði verið í námunda við Víði. Var sá einstaklingur sagður mjög smitandi, og því gripið til þess að senda Víði í sóttkví.

Að sögn Jóhanns fór Víðir aftur í sýnatöku í dag og reyndist það sýni jákvætt. Hann segir Víði laus við öll einkenni Covid-19 og í ljósi neikvæðrar niðurstöðu úr prófinu á mánudag þykir ekki ástæða til þess að hans nánasta samstarfsfólk fari í sóttkví. Þeirra á meðal eru aðrir starfsmenn Ríkislögreglustjóra auk Þórólfs og Ölmu.

Víðir er einn 5.312 einstaklinga á Íslandi til þess að smitast af Covid-19 frá upphafi faraldursins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir