9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Smitaði fyrrum eiginkonu sína vísvitandi af COVID-19 – Dæmdur í fangelsi

Skyldulesning

44 ára karlmaður, frá Fjóni í Danmörku, var nýlega dæmdur í 20 daga fangelsi fyrir að hafa vísvitandi smitað fyrrum eiginkonu sína af COVID-19.

Fyens Stifttidende  skýrir frá þessu. Fram kemur að eftir deilur mannsins og konunnar um hvort dóttir þeirra mætti horfa á jóladagatalið í sjónvarpinu og um sjónvarp dótturinnar hafi hann mætt heim til hennar þann 4. desember síðastliðinn til að sækja sjónvarpið sitt.

Konan neitaði að hleypa honum inn vegna þess hversu æstur hann var. Hún opnaði þvottahúsgluggann og bað hann um að fara í burtu.

Hann var ósáttur við þetta og hóstaði margoft á konuna, á meðan hann stóð nálægt glugganum, og sagðist vona að hún fengi COVID-19. Sjálfur hafði hann greinst með COVID-19 nokkrum dögum áður.

Skömmu eftir þetta greindust konan og dóttir þeirra með COVID-19.

Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldi með því að hafa ráðist á líkama konunnar með því að hósta vísvitandi á hana.

Hann var dæmdur í 20 daga fangelsi. Hann unir dómnum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir