7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Smithætta í ræktinni „alveg pottþétt“ meiri

Skyldulesning

„Við sjáum það til dæmis á rakningargögnunum hjá okkur að …

„Við sjáum það til dæmis á rakningargögnunum hjá okkur að líkamsræktarstöðvar eru þar uppi. Við sjáum það á áliti Sóttvarnastofnunar Evrópu, við sjáum það í áhættuskiptingu annarra landa í kringum okkur. Þar er líkamsræktin efst á blaði á meðan sund er neðarlega,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það „alveg pottþétt“ að meiri smithætta sé í líkamsrækt en sundi. Nokkuð mörg smit megi rekja beint til þeirra. Hann segir aðspurður að loftræsting skipti ekki höfuðmáli í þeim efnum, þrjár smitleiðir séu í ræktinni eins og annars staðar. 

Í gær til­kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra áfram­hald­andi aðgerðir á landsvísu vegna Covid-19. Þær taka gildi á morgun og gilda fram til 12. janúar. Samkvæmt reglunum er starfsemi heilsuræktarstöðva óheimil. Þrátt fyrir það mega sundstaðir opna dyr sínar á morgun. Þeim er heimilt að hleypa inn 50% af skilgreindum hámarksfjölda gesta.

Eigendur líkams- og heilsuræktarstöðva eru margir hverjir ósáttir með þessa tilhögun. Þannig sendi Björn Leifsson, eigandi heilsuræktarstöðvarinnar World Class heilbrigðisráðherra lögfræðiálit fyrir helgi þar sem tveir lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að lokunin væri ólögmæt.

Jakobína Jónsdóttir, einn eigenda heilsuræktarstöðvarinnar Granda 101 sagði í samtali við morgunútvarp Rásar tvö í morgun að eigendur heilsuræktarstöðva íhuguðu nú að höfða mál á hendur stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða sem banna þeim að opna. 

Líkamsrækt efst á blaði en sund neðarlega 

Er það alveg pottþétt að meiri hætta sé á smitum í líkamsrækt en í sundi? Styðja rannsóknir slíkt?

„Já, það er alveg pottþétt. Við sjáum það til dæmis á rakningargögnunum hjá okkur að líkamsræktarstöðvar eru þar uppi. Við sjáum það á áliti Sóttvarnastofnunar Evrópu, við sjáum það í áhættuskiptingu annarra landa í kringum okkur. Þar er líkamsræktin efst á blaði á meðan sund er neðarlega,“ segir Þórólfur. 

Frá líkamsræktarstöð World Class. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa orðið fyrir miklu …

Frá líkamsræktarstöð World Class. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa orðið fyrir miklu tekjutapi vegna lokana.

Eggert Jóhannesson

Mikill fjöldi smita, eða 420, hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt að vísað hafi verið til hópsmitsins sem smits í líkamsræktarstöð. Þá hafa sumir haldið því fram að engin smit hafi komið upp innan þeirra stöðva. 

Er hægt að rekja einhver smit alveg beint til líkamsræktarstöðva, fyrir utan Hnefaleikastöð Kópavogs sem hefur verið til umfjöllunar?  

„Já. Ég er ekki með nákvæma tölu en það eru nokkuð mörg smit sem má reka beint og síðan líka óbeint til líkamsræktarstöðva,“ segir Þórólfur. 

Þórólfur segir að þrjár smitleiðir séu þekktar, dropasmit, snertismit og úðasmit, og með þeim geti fólk smitast á líkamsræktarstöðvum. Loftræsting skipti ekki höfuðmáli í þeim efnum en hún sé auðvitað mikilvæg. 

„Það er auðvelt að sjá að á líkamsræktarstöðvum þar sem menn hlaupa frá einu tæki í annað og ef ekki er vel hreinsað þá er náttúrulega áhætta í því. Svo er það náttúrulega loftræstingin sem spilar þarna inn í líka.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir