5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Smitið tengist hópsýkingu breska afbrigðsins

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Ljósmynd/Almannavarnir

Innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindist innan sóttkvíar í gær tengdist hópsýkingu breska afbrigðisins sem upp kom fyrir rúmri viku síðan að sögn sóttvarnalæknis. 

Frá 19. febrúar hafa átta einstaklingar greinst innanlands og af þeim voru fjórir í sóttkví. Síðastliðna sjö daga hafa fimm greinst innanland með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar í tengslum við hópsýkinguna. 

„Smitið sem greindist í gær tengist þessari hópsýkingu sem við vorum með fyrir viku síðan. Það tekur smá tíma að greiða úr þessu. Það er fólk í sóttkví útaf þessu og á meðan það er getur alltaf einhver greinst í viðbót,“ segir Þórólfur í samtali við mbl.is. 

Örygg­is­nefnd Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu sagðist í dag vera full­viss um ávinn­ing af bólu­efni AstraZeneca þrátt fyr­ir fregn­ir um að bólu­efnið auki lík­ur á blóðtappa. Ekk­ert bend­ir til þess að or­saka­tengsl séu á milli bólu­efn­is­ins og til­felli blóðtappa hjá bólu­sett­um. 

Þórólfur segist ekki hafa fengið tilkynningu frá stofnuninni en að álit hennar hafi áhrif á ákvörðun Íslands um notkun á bóluefni AstraZeneca. Nú þurfi að bíða frekari upplýsinga og skoða þær nánar, en Ísland var á meðal þeirra þjóða sem stöðvuðu notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir