8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Smitrakningateymið stendur við tölurnar

Skyldulesning

mbl.is/Kristinn Magnússon

Smitrakningateymi almannavarna stendur við tölur sínar um að sjöfalt fleiri kórónuveirusmit megi rekja til líkamsræktarstöðva en sundlauga í þriðju bylgju faraldursins. Hópsýking hjá Hnefaleikafélagi í Kópavogi sé ekki inni í þeim tölum.

Greint er frá áréttingunni á vef RÚV.

Segir að bein smit frá líkamsræktum séu 36 en fimm frá sundlaugum.

Gestur Jónsson, lögmaður World Class, hefur hins vegar gagnrýnt frétt RÚV um smitfjöldann, enda hafi ríkismiðillinn greint frá því 13. október að sex Covid-19 tilfelli í Eyjafjarðarsveit mætti rekja til hóps sem hittist í sundi í sveitinni.

Það er, einu tilfelli fleira en segir í yfirlýsingu smitrakningateymisins.

Innlendar Fréttir