5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Smituðu skipverjarnir allir með brasilíska afbrigðið

Skyldulesning

Kári Stefánsson staðfesti í dag við Fréttablaðið að allir smituðu skipverjarnir á súrálsskipinu Taur­us Con­fi­dence væru með brasilíska afbrigði Covid-19.

Kári segir að afbrigði þetta sé álitið mjög smitandi og erfitt. Þó veit hann ekki hversu vel það hefur verið staðfest.

Skipið kom til hafnar á Reyðarfirði á laugardaginn. Skipstjórinn gerði grein fyrir veikindum sjö skipverja og var ákveðið að skima alla á skipinu áður en þeir yfirgæfu skipið. Í ljós kom að 10 af 17 voru smitaðir af Covid-19. Þeir smituðu eru í einangrun en hinir eru í sóttkví.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir