8.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Snjalltækjabann i borðsalnum!

Skyldulesning

„Já, mér er alveg sama hvað þið segið, það er blátt bann við allri notkun hverskyns snjalltækja í borðsalnum meðan matmálstími stendur yfir!
Menn eiga að vera algjörlega uppteknir af matnum sem er á borðum, sem ég elda og það þýðir ekkert að láta eiginkonur, kærustur, hvað þá Facebook eða Tinder stela athyglinni frá matnum, það get ég ekki liðið.
Þess vegna er þetta snjalltækjabann algjört og ófrávíkjanlegt af minni hálfu, nema ef vera skyldi ritstjórn Krummans sem ég geri góðfúslega undantekningu, því það er alltaf eitthvað að gerast í matsalnum. Það er skilningur á því að fréttirnar skulu ætíð vera glóðvolgar eins og kleinurnar mínar“
Með það var kokkurinn rokinn uppí brú að leysa skipstjórann af og allir önduðu léttar, náðu í snjalltækin sín og brásuðu á alnetinu um það helsta sem gerast var í heiminum þann daginn!

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir